Viðskipti innlent

Svartur listi FATF tómur

Til eru samtök sem bera heitið The Financial Action Task Force (eða FATF, sem hljómar eins og heimsyfirráðasamtök úr Bond-mynd) og eru samtök um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og að fjármálakerfið sé misnotað í þeim tilgangi.

FATF birtir lista yfir ríki og svæði sem ekki hafa sýnt viðhlítandi samstarfsvilja í alþjóðlegum aðgerðum gegn peningaþvætti og tengdum málum en nú ber nýrra við því listinn er tómur.

Á vef Fjármálaeftirlitsins er nefnilega frá því greint að á fundi FATF í október hafi Myanmar verið tekið af listanum, en landið var eitt eftir á honum. Spurning hvort menn verða ekki í snatri að finna sér eitthvað meira að gera. Áhugasamir um FATF geta hins vegar lesið sér til um starfsemina á vefnum www.fatf-gafi.org, en Ísland er aðili að samtökunum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×